Lokatölur úr Suðurkjördæmi

28.06.2020 - 05:55
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðni Th. Jóhannesson hlaut rétt rúmlega níu af hverjum tíu atkvæðum kjósenda í Suðurkjördæmi í forsetakosningunum í gær. Tæplega 65% kjörsókn var í kjördæminu.

Alls voru greidd 24.221 atkvæði í Suðurkjördæmi og skiptust þau þannig:

  • Guðmundur Franklín Jónsson: 2.276
  • Guðni Th. Jóhannesson: 21.098
  • Auðir seðlar: 656
  • Ógildir: 191
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi