Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður

28.06.2020 - 04:19
Mynd með færslu
 Mynd: Anna Lilja Þórisdóttir - RÚV
Niðurstaða forsetakosninganna var mjög lík í Reykjavíkurkjördæmunum. Þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum í Reykjavíkurkjördæmi norður reyndist Guðni Th. Jóhannesson hafa hlotið rúm 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson tæplega átta prósent.

Kjörsókn var örlítið lakari í norðurhluta Reykjavíkur heldur en syðra. Rétt rúmlega 65% kjósenda á kjörskrá greiddu atkvæði, eða 29.950 manns. Atkvæðin skiptust þannig:

  • Guðmundur Franklín Jónsson: 2.259
  • Guðni Th. Jóhannesson: 26.800
  • Auðir seðlar: 678
  • Ógildir: 213