Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hamas segja innlimun jafngilda stríðsyfirlýsingu

28.06.2020 - 08:19
epa06941592 Palestinian female protesters take part during clashes with Israeli troops near the border with Israel in the east of Gaza City, 10 August 2018. Two Palestinians protesters were shot dead and more than 240 other got injured during the clashes
Palestínskar konur mótmæla við mörk Gaza. Mynd: EPA-EFE - EPA
Undanfarnar vikur hefur friðaráætlun Donalds Trump í deilunni milli Ísrael og Palestínu verið mótmælt harðlega á Gaza-svæðinu.

Hamas-samtökin ráða ríkjum á Gaza. Fulltrúar þeirra hafa einnig varað við að innlimun Ísraels á vesturbakkanum jafngildi stríðsyfirlýsingu.  

Sérfræðingar í málefnum miðausturlanda þurfa samtökin þó að vega og meta áhættuna af því að efna til átaka við Ísrael að nýju.

Frá árinu 2007 hafa átök brotist út þrisvar sinnum. Samið var um vopnahlé 2018 en síðan hafa smáskærur blossað upp. Á föstudaginn var gerðu ísrealskar herþotur árás á bækistöðvar Hamas í Gaza eftir eldflaugaárás, þá fyrstu síðan í maí síðastliðnum.

Í tillögum Bandaríkjaforseta er gert ráð fyrir að ríki Palestínumanna verði viðurkennt en sömuleiðis viðurkenningu á landtökubyggðum Ísraela á vesturbakka Jórdanár og í Jórdan-dal.

Búist er við að ríkisstjórn Ísraels muni innleiða tillögur Trumps 1. júlí næstkomandi sem getur komið Hamas-samtökunum í bobba vegna mögulegra afleiðinga þeirra fyrir Gaza-svæðið.

Adnan Abu Amer sérfræðingur í málefnum Palestínu álítur að spennan muni magnast á landamærum ríkjanna og að eldflaugum kunna að verða skotið að Ísrael.

Útilokað sé þó að Hamas muni efna til skipulagðra hernaðarárása á Ísrael.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV