Búið að opna alla vegi fyrir umferð

28.06.2020 - 18:24
Mynd með færslu
 Mynd: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir - RÚV
Mikið umferðaröngþveiti varð á vegum allt frá Mosfellsbæ norður fyrir álverið á Grundartanga eftir alvarlegt umferðarslys á Kjalarnesi í dag. Umferðin hreyfðist varla þegar komið var fram um kvöldmatarleyti og skipti þá litlu hvort um er að ræða þjóðveg eitt eða hjáleið sem fólki var ráðlagt að fara eftir að Vesturlandsvegur lokaðist. Skömmu fyrir sjö var aftur opnað fyrir umferð um Vesturlandsveg og léttist þá á umferðinni.

Vegagerðin biðlaði um skeið til fólks að bíða með ferðalög á þessum slóðum ef það mögulega gæti. Það gerðist eftir að allt varð stopp og tvisvar hafði þurft að loka Hvalfjarðargöngum í suðurátt. Umferðarteppa var alla Mosfellsheiðina þegar verst lét.

Lögreglan var að störfum á slysstað þar til á sjöunda tímanum.

Fréttin var uppfærð klukkan 18:55.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi