Börum í Kaliforníu lokað aftur vegna COVID-smita

28.06.2020 - 20:49
epa08511447 An employee works at an empty bar on Pensacola Beach, Florida, USA, 26 June 2020. The Florida government on 26 June ordered all bars to stop serving alcohol, with the exception of take out orders, due to the continuing surge of COVID-19 cases in the state.  EPA-EFE/DAN ANDERSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Kaliforníuríki fyrirskipuðu í dag lokun allra kráa í sjö sýslum ríkisins. Þetta er gert til að sporna gegn aukinni útbreiðslu COVID-19 veikinnar. Búið er að staðfesta smit í 2,5 milljónum Bandaríkjamanna, 125 þúsund hafa látist af völdum veikinnar.

Þetta er í annað skipti sem börum í Kaliforníu er lokað vegna veikinnar. Þeir voru opnaðir aftur 12. júní þegar yfirvöld ákváðu að draga úr hömlum sem höfðu verið settar til að verjast kórónuveirufaraldrinum. Barir í Los Angeles voru þó opnaðir seinna en aðrir barir í Kaliforníu, 19. júní, og höfðu því aðeins verið opnir í rúma viku. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi