Bandarísk kona, Mary Jo Laupp, hefur verið fengin til að aðstoða til við forsetaframboð Demókratans Joe Biden.
Mary Jo Laupp öðlaðist skyndilega frægð í síðustu vikur þegar hún deildi stuttu myndbandi á smáforritinu Tik Tok.
Þar hvatti hún andstæðinga Donald Trumps Bandaríkjaforseta til að taka frá sæti á fjöldafundi hans í Tulsa í Oklahóma,og láta svo ekki sjá sig.
Svo margt fólk tók áskorun Laupp að fjöldafundur forsetans varð aðeins svipur hjá sjón. Aðeins var setið í um þriðjungi nítjánþúsund sæta leikvangsins.
Nú er Laupp orðinn hluti af svokölluðu stafrænu bandalagi Bidens sem telur um 100 sjálfboðaliða. Hennar hlutverk verður að nýta kunnáttu sína við að koma skilaboðum í gegnum TikTok.