Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Stóra verkefnið að skapa fleiri störf, segir Katrín

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Freyr Arnarson - RÚV
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stóra verkefnið framundan vera að skapa fleiri störf en að þjóðfélagið sé vel í stakk búið að takast á við þann metsamdrátt sem Hagstofan spáði í gær. 

Katrín segir þann 8,4% samdrátt sem Hagstofan spáði hafa verið viðbúinn. 

„Það sem er jákvætt í þessari stöðu er að við erum vel í stakk búin til að takast á við það. Og ég hef þá trú að við höfum verið að gera réttu hlutina hingað til þar sem áhersla okkar hefur verið á það að verja afkomu fólks, verja störf og núna framundan er líka stórt verkefni að skapa fleiri störf. Og það verður held ég stóra verkefnið, það er að halda uppi atvinnustigi og auka þannig verðmætasköpun. En það verður auðvitað krefjandi þ.a. þetta eru erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.