Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Smitið í Stjörnunni talið tengjast Breiðabliks smitinu

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Freyr Arnarson - RÚV

Smitið í Stjörnunni talið tengjast Breiðabliks smitinu

27.06.2020 - 11:09
Smit sem kom upp hjá knattspyrnumanni í Stjörnunni í gær er talið tengjast smiti sem kom upp hjá knattspyrnukonu í Breiðablik fyrr í vikunni.

Smit sem kom upp hjá knattspyrnumanni í Stjörnunni í gær er talið tengjast smiti sem kom upp hjá knattspyrnukonu í Breiðablik fyrr í vikunni.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu og segir innanlandssmitin sem því tengjast nú vera orðin tvö. Víðir segir vitað að  leikmaðurinn hafi tekið þátt í að minnsta kosti einni æfingu, en ekki sé vitað til þess að hann hafi spilað leik.

Greint var frá því í gær að um 300 manns væru í sóttkví vegna möguleg hópsmits. Að sögn Víðis hefur nú fækkað aðeins í þeim hópi og segir hann fjöldann vera nær 250 þessa stundina. Þeim sem eru í sóttkví kunni þó að fjölga á ný í kjölfar þessa nýja smits og eru leikmenn meistaraflokks Stjörnunnar nú til að mynda í biðstöðu á meðan smitrakningarteymið kannar hvort þeir þurfi að fara í sóttkví. „Þannig að þetta rokkar svona fram og til baka,“ segir hann.

Alls voru 240 sýni tekin í gær og hafa nú tvö þeirra, sem búið er að greina reynst vera jákvæð.

Víðir segir smitrakningateymið nú hafa náð að koma skilaboðum á alla þá 300 sem rætt var um í gær. „Í smitrakningu er kannski talað bara við einn úr fjölskyldu eða einn í hóp, en það er farið eins langt og þörf er á til að koma upplýsingunum til skila.“

Tengdar fréttir

Innlent

Leikmaður Stjörnunnar greindur með COVID-19

Fótbolti

Leikjum hjá Breiðabliki og KR frestað vegna smitsins

Innlent

Þurfa að ræða við um 300 manns vegna smits í Breiðablik