Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Smit í Bandaríkjunum nánast 2,5 milljónir

27.06.2020 - 11:29
epa08511148 People participate in a self-swabbing coronavirus COVID-19 testing site at the Lilburn First Baptist Church in Lilburn, Georgia, USA, 26 June 2020. Gwinnett County, where the drive thru and walk up test site is located, now has the highest number of confirmed COVID-19 positive cases in the state of Georgia. Georgia, like many states in the Southern US, has seen a recent upward spike in cases and hospitalizations. The testing location is run by the combined Gwinnett, Newton and Rockdale County Health Departments.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tilkynnt var um rúmlega 45 þúsund kórónuveirusmit í Bandaríkjunum í gær. Þau eru þar með orðin 2.467.837, samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins háskólanum í Maryland. Verði tilkynnt um álíka mörg smit í dag og í gær er ljóst að fjöldinn fer yfir tvær og hálfa milljón áður en dagur er að kvöldi kominn.

Ástandið hefur versnað hratt síðustu daga, einkum í ríkjunum Flórída, Texas og Kaliforníu. Anthony Fauci, aðalráðgjafi Bandaríkjastjórnar í smitsjúkdómum, sagði í gær að þjóðin stæði frammi fyrir alvarlegu vandamáli vegna fjölgunar smita að undanförnu. Eina leiðin til að taka á vandanum væri að ráðast að honum með sameiginlegu átaki.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV