Lítið svigrúm til að fresta leikjum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Lítið svigrúm til að fresta leikjum

27.06.2020 - 20:29
Framkvæmdarstjóri KSÍ segir ekki mikið svigrúm til að fresta leikjum ef takast á að ljúka Pepsi Max deildum karla og kvenna með góðu móti. Næstu þremur leikjum karlaliðs Stjörnunnar var frestað í dag vegna COVID-19 smits í leikmannahópnum.

Smitið sem kom upp hjá leikmanni karlaliðs Stjörnunnar er talið tengjast smiti leikmanns kvennaliðs Breiðabliks en í dag var staðfest að meirihluti leikmanna Stjörnunnar væru komnir í sóttkví. Í gær var leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max deild kvenna frestað næstu tvær vikur og í dag var næstu þremur leikjum Stjörnunnar, sem situr á toppi deildarinnar, frestað. 

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir ekki útilokað að fresta þurfti fleiri leikjum en nú þegar er búið að fresta nokkrum leikjum hjá bæði meistaraflokkum og yngri flokkum. Klara segist vonast til þess að betri mynd komi á stöðuna á næstu dögum og því hægt að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið. 

Vegna COVID-19 hófust úrvalsdeildirnar í fótbolta mun seinna en vanalega og áætlað er að þeim ljúki ekki fyrr en seint í október. Klara segir að lítið svigrúm sé til að fresta leikjum. „Það vita það allir að svigrúmið er ekki mikið en það er hægt að raða einhverju til aftur,” segir Klara sem segir að svigrúm til þess að endurraða komi betur í ljós á mánudag þegar að staðan er orðin skýrari.

Tengdar fréttir

Íþróttir

Smitið í Stjörnunni talið tengjast Breiðabliks smitinu

Fótbolti

Neikvætt sýni á Selfossi

Fótbolti

„Ekki á áætlun að skima sérstaklega hjá íþróttafélögum“

Fótbolti

Æfingu frestað hjá Selfossi vegna gruns um smit