Kastaðist út úr bíl sem valt á Hvalfjarðarvegi 

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Hvalfjarðarveginum á áttunda tímanum í morgun. Slysið átti sér stað í nágrenni Hvalfjarðarganganna og valt bíllinn nokkrar veltur.

Þrír voru í bílnum og kastaðist einn þeirra út. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er ekki talið að meiðsl hans, né hinna sem í bílnum voru, séu lífshættuleg. Allir voru þeir fluttir á Landspítalann til aðhlynningar. 

Tildrög slyssins eru ókunn.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi