Handteknir fyrir þjófnað á Bataclan-verki Banksy

epa08479492 Two law enforcement officers stand guard near a piece of art attributed to Banksy, that was stolen at the Bataclan in Paris in 2019, and found in Italy, ahead of a press conference in L'Aquila, Italy, 11 June 2020. British street artist Banksy's tribute to the 2015 Bataclan massacre survivors, stolen from outside the Paris theatre in January last year, was presented at the press conference after being found in the attic of a farmhouse near Teramo in Abruzzo.  EPA-EFE/CLAUDIO LATTANZIO
 Mynd: EPA

Handteknir fyrir þjófnað á Bataclan-verki Banksy

27.06.2020 - 13:51

Höfundar

Sex hafa verið handteknir víðsvegar í Frakklandi grunaðir um að hafa stolið listaverki eftir listamanninn Banksy sem hann gerði til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í París fyrir fimm árum.

Verkið, sem er af syrgjandi stúlku, málaði hann á neyðardyr tónleikahússins Bataclan í París en þar létu 90 tónleikagestir lífið í hryðjuverkaárás.

Sexmenningarnir voru handteknir í vikunni en verkið fannst á Ítalíu fyrr í mánuðinum. Tveir þeirra eru ákærðir fyrir þjófnað en hinir fyrir að hylma yfir þjófnaðinum og eru allir í gæsluvarðhaldi. Þjófarnir skáru verkið út úr hurðinni í janúar í fyrra. 

Enn er ekki vitað hver Banksy er en hann er þekktur fyrir að mála verk sín á veggi, byggingar og brýr víða um heim. Verk eftir hann hafa selst á yfir eina milljón bandaríkjadala á uppboði. Hann er þekktur fyrir sérstakan stíl, ósvífinn húmor og fyrir að taka fyrir viðfangsefni sem vekja fólk til umhugsunar. 
 

 

Tengdar fréttir

Myndlist

Metverð fékkst fyrir simpansa-málverk Banksy