Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Guðni auðmjúkur og þakklátur eftir fyrstu tölur

27.06.2020 - 22:25
Mynd: RÚV / RÚV
Guðni Th. Jóhannesson segist finna til auðmýktar og þakklætis eftir að fyrstu tölur birtust en niðurstaðan væri afgerandi enda er hann með yfir 90% atkvæða þegar tíu þúsund atkvæði hafa verið talin.

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eru ásamt fjölskyldu sinni á Grand Hotel. Þau voru tekin tali skömmu eftir að fyrstu tölur birtust.

Guðni sagði að færi eins og benti til færði það honum þann kraft sem hann óskaði sér til að gegna embættinu næstu fjögur árin. Hann sagðist samt vilja bíða og sjá því aðeins væru hefðu fyrstu tölur verið birtar.

Hann kvað best að bíða með dóma um lyktir kosninga en það sem nú birtist væri í samræmi við það sem hann hafði búist við.

Guðni sagði að það væri stórkostlegt að búa í landi eins og Íslandi þar sem forsetinn gæti verið eins og hver annar borgari í landinu sem gæti gengið óáreittur meðal fólksins. Mikilvægt væri að halda í þannig samfélag.

Viðtal við Guðna og Elizu má sjá í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.