Flugvél snúið við með brotna framrúðu

27.06.2020 - 12:37
Mynd með færslu
 Mynd: aðsend mynd: Bozena Teresa Bial - RÚV
Flugvél Air Iceland Connec á leið til Egilsstaða frá Reykjavík var snúið við í morgun þar sem brestur kom í rúðu flugstjórnunnarklefa vélarinnar. Vélin lenti heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli og voru farþegar fluttir yfir í aðra vél og flogið með þá austur á Hérað þar sem hún lenti á tólfta tímanum.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair og Air Iceland Connect segir að ekki hafi verið hætta á ferðum, rúður flugvéla séu margskiptar og sprunga hafi komið í eitt lag framrúðunnar. Ekki liggi fyrir hvað olli sprungunni á þessarri stundu. 

Hún segir að vélinni hafi verið snúið við um tuttugu mínútum eftir að hún fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan níu. Það hafi fyrst og fremst verið gert í varrúðarskyni. Vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 9:40 og voru farþegar fluttir í aðra flugvél sem fór í loftið klukkan 10:20 og lenti á Egilsstöðum á tólfta tímanum. 

Hún hafði ekki upplýsingar um orsök sprungunnar eða hvort að atvikið yrði rannsakað í kjölfar atviksins.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi