Fjórar úrvalsdeildarviðureignir í 16 liða úrslitum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Fjórar úrvalsdeildarviðureignir í 16 liða úrslitum

27.06.2020 - 11:33
Búið er að draga í 16 liða úrslit Mjólkurbikars karla og þar mætast lið í efstu deild í fjórum innbyrðis viðureignum. Öll tólf lið efstu deildar karla fóru áfram í 16 liða úrslitin.

Dregið var í 16 liða úrslit í bikarkeppni karla í gær og voru öll tólf lið efstu deildar karla í pottinum þegar dregið var. Auk þeirra voru fjögur lið í 1. deild og því ekkert lið sem spilar neðar sem komst áfram í 16 liða úrslitin. 

Bikarmeistarar Víkings R. fá Stjörnuna í heimsókn en lið Víkings sigraði nafna sína frá Ólafsvík í bráðabana í vítaspyrnukeppni í 32 liða úrslitum. Þá fær Breiðablik lið Gróttu í heimsókn en liðin mættust einnig í fyrstu umferð Íslandsmótsins þar sem Breiðablik hafði betur. 

Liðin sem mætast í 16 liða úrslitum eru:

Fram - Fylkir
HK - Afturelding
FH - Þór
Breiðablik - Grótta
KA - ÍBV
Víkingur R - Stjarnan
KR - Fjölnir
Valur - ÍA

Leikirnir fara fram 30. og 31. júlí. 

Tengdar fréttir

Íslenski fótboltinn

Víkingur R áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Fótbolti

ÍA þurfti framlengingu gegn Kórdrengjum

Fótbolti

Skoraði úr aukaspyrnu, víti og horni á korteri

Fótbolti

HK áfram með herkjum - KA vann níu menn á Akureyri