Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Féll af rafskútu og sló höfðinu í gangstétt

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um umferðarslys á Hverfisgötu. Þar hafði maður fallið af rafskútu og við það slegið höfðinu í gangstétt og misst meðvitund.

Maðurinn var illa áttaður er lögregla kom á staðinn og var hann fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans.

Fram kemur í dagbók lögreglu að maðurinn sé grunaður um að hafa verið ölvaður að aka rafskútunni. Rafskútan, sem var leiguhjól, reyndist þá ekki í lagi því þegar lögregla skoðaði hana reyndist hún nær bremsulaus.
Lögregla lagði því hald á hjólið og tók það úr umferð.