Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bjóst ekki við tveggja stafa tölu

27.06.2020 - 23:42
Mynd: Skjáskot / RÚV
„Ég bjóst nú ekki við tveggja stafa tölu en nóttin er ung og ég vonast til að þetta fari aðeins upp en ég er mjög ánægður,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson í viðtali í kosningasjónvarpi RÚV á tólfta tímanum. Hann þakkaði kjósendum sínum. Guðmundur Franklín sagðist ekki hafa sagt alveg satt þegar hann sagðist í vikunni gera ráð fyrir að fá meirihluta atkvæða. Hann hefði haft gott svar á reiðum höndum.

Guðmundur Franklín sagði mikilvægt að bjóða sig fram svo ekki væri sjálfkjörið í forsetaembættið.

Aðspurður hvort hann hefði gert sér vonir um að ná kjöri svaraði Guðmundur. „Já og nei, það getur allt gerst í heiminum. Í þessu tilfelli ætluðu örlagadísirnar mér eitthvað annað og eru að kippa í hálsmálið á mér og enginn veit sína framtíð fyrirfram.“

Guðmundur kvaðst ánægður með kosningabaráttuna. „Jájá. Hún var alveg yndisleg. Við fórum hringinn í kringum landið og allt í sóma.“