Ákærður fyrir morð og morðtilræði

epa08499954 A police cordon close to the scene where  three people were stabbed in Forbury Gardens in Reading, Britain, 21 June 2020. British Police have now declared the incident, where three people were stabbed, a terrorist attack.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA
Breska lögreglan ákærði í dag mann sem myrti þrjá í hnífaárás í Reading um síðustu helgi fyrir morð og morðtilræði. Auk hinna látnu særðust þrír til viðbótar alvarlega í árásinni, sem lögregla rannsakaði sem hryðjuverk.

Maðurinn Khairi Saadallah, hafði áður setið í fangelsi fyrir minniháttar brot.

Hann var handtekinn í Forbury Gardens í Reading þar sem árásin átti sér stað. Fjölmenni var í garðinum þegar árásin var gerð og greip mikil hræðsla um sig þegar maðurinn veittist að hópum sem voru í garðinum.

BBC greinir frá og segir Saadallah verða leiddan fyrir dómara á mánudag.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi