Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tæp 52 þúsund þegar búin að kjósa

Utan kjörfundar atkvæðagreiðsla undir stúkunni á Lauardalsvelli
 Mynd: Anna S. Einarsdóttir
Hátt í 52 þúsund manns höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar á sjötta tímanum nú síðdegis. Það eru töluvert fleiri en fyrir en höfðu kosið á sama tíma fyrir forsetakosningarnar árið 2016.

 

Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir 51.644 hafa greitt atkvæði nú. Þar af séu 2.198 atkvæði aðsend og sum atkvæðanna  því mögulega tvítalin.

Á sama tíma árið 2012 höfðu 39.309 greitt atkvæði og árið 2016 var fjöldinn 44.954. Það ár skiluðu 75% kjósenda sér á kjörstað, eða rúmlega 185 þúsund manns. 

Töluvert annríki hefur verið við atkvæðagreiðslu í Smáralind undanfarna daga, en opið verður fyrir utan kjörfundar atkvæðagreiðslu þar og undir stúkunni á Laugardalsvelli til klukkan tíu í kvöld. 

Kjörstaðir opna svo í fyrramálið, flestir hverjir klukkan níu og verða opnir til tíu um kvöldið. Þó geta kjörstjórnir ákveðið að byrja síðar og hætta fyrr. 

Áhugavert verði að fylgjast með hvert framhaldið verði varðandi hópsmitið, en ljóst sé að baráttunni við kórónuveiruna sé ekki lokið.