Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Stefnir Sorpu vegna uppsagnar

Mynd með færslu
 Mynd:
Björn H. Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sorpu, hefur stefnt fyrirtækinu og krefur það um 167 milljónir í skaðabætur, miskabætur og vegna uppgjörs námsleyfis.

Morgunblaðið greinir frá þessu og segir Björn fullyrða að ólög­lega hafi verið staðið að upp­sögn sinni hjá fyr­ir­tæk­inu.

Honum var vikið úr starfi í byrjun þessa árs í kjölfar úttektar sem innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði á starfsemi Sorpu vegna framúrkeyrslu í kostnaði á byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju.

Í stefnu Björns, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, sakar hann stjórn Sorpu um að skjóta sér undan ábyrgð á framkvæmdum og að upp­sögn­in hafi verið „sak­næm og ólög­mæt og valdið hon­um fyr­ir­sjá­an­legu tjóni.“