Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Starfsmenn atvinnuvegaráðuneytis í sóttkví

Mynd með færslu
Mynd sem sýnir hvernig listaverkið Glitur hafsins kemur út á gafli Sjávarútvegshússins. Mynd: RÚV
15 starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru nú í sjálfskipaðri sóttkví eftir að starfsmaður í ráðuneytinu greindist með kórónveiruna. 

Ásta Sigrún Magnús­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi ráðuneyt­is­ins staðfest­ir þetta í sam­tali við fréttastofu. Málið kom upp í morgun og segir Ásta Sigrún  ráðuneytið nú bíða leiðbeininga frá smitrakningarteyminu og að fylgt verði leiðbeiningum sóttvarnalæknis.

Smitið kom ekki upp á ráðherragangi

Mbl.is greindi fyrst frá málinu og segist hafa heimildir fyrir því að starfsmaðurinn hafi smit­ast eft­ir sam­skipti við knatt­spyrnu­konu hjá Breiðabliki, sem greind­ist með kór­ónu­veiruna í gær.