Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Öllum börum lokað í Texas

26.06.2020 - 16:35
epa08310600 A local restaurant is empty in downtown Sulphur Springs, Texas, USA, 20 March 2020. All restaurants and bars are ordered to close state wide to sit down customers and can serve takeout only. The World Health Organization (WHO) declared the spread of the most recently discovered coronavirus and the disease COVID-19 a pandemic on 11 March 2020.  EPA-EFE/LARRY W. SMITH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ríkisstjórinn í Texas fyrirskipaði í dag að öllum börum í ríkinu skyldi lokað vegna mikillar fjölgunar kórónuveirutilfella að undanförnu. Veitingahús verða opin áfram, en fækka þarf borðum innan dyra um helming. Þá mega ekki fleiri borða úti en eitt hundrað í einu. Alls greindust 5.596 veirusmit í Texas í gær. Fyrir tíu dögum voru þau 1.254.

Yfirvöld í Flórída gripu einnig til ráðstafana í dag vegna þess að smitum fjölgar þar hratt um þessar mundir. Ákveðið var að banna áfengisveitingar á börum. Þær ráðstafanir ganga í gildi þegar í stað.

Fyrst eftir að COVID-19 farsóttin braust út í Bandaríkjunum var ástandið verst í New York. Upp á síðkastið hefur hafa flest tilfelli greinst í ríkjum í suður- og vesturhluta landsins.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV