Neikvætt sýni á Selfossi

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Neikvætt sýni á Selfossi

26.06.2020 - 20:30
Leikmaður kvennaliðs Selfoss í fótbolta sem talið var að væri með COVID-19 er ekki smitaður af veirunni. Þetta kom í ljós eftir skimun leikmannsins fyrir veirunni í dag.

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss, staðfesti tíðindin við Sunnlenska í kvöld. Leikmaðurinn sé ekki sýktur af COVID-19. Selfoss frestaði æfingu liðsins í dag vegna gruns um smit leikmannsins sem var mikið veikur. Leik 2. flokks kvenna á félaginu var einnig frestað.

Alfreð greindi aftur á móti frá því að tveir leikmenn liðsins þurfi að fara í sóttkví í átta daga eftir að hafa sótt viðburð í Kópavogi um síðustu helgi. Leikmennirnir munu því missa af leik Selfoss við leik Stjörnuna á miðvikudag.