Lögreglumennirnir lausir úr sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Átta lögreglumenn á Suðurlandi og þrír Rúmenar sem lögreglan hafði afskipti af vegna brota á reglum um sóttkví, losna úr kvínni í dag.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, greindust engir þeirra með kórónuveiruna. 

Áður hefur verið greint frá því að þrír lögreglumenn hafi smitast af veirunni er þeir höfðu afskipti af rúmensku pari sem var með virkt COVID-19 smit og átti að vera í sóttkví. Parið, sem er í ein­angr­un, er einnig grunað um af­brot hér á landi. Þremur löndum þeirra sem komu með sömu flugvél til landsins var einnig gert að sæta sóttkví en eru nú lausir. 

Parið og lögreglumennirnir þrír verða hins vegar áfram í einangrun þar til læknar útskrifa þau.

Sveinn Kristinn segir að lögreglumennirni séu fegnir að komast út. Þeir dvöldu saman á hóteli í sóttkvínni þar sem tveggja metra reglan var virt. 

Þeir snúa aftur til sinna fyrri starfa eftir að hafa fengið að vera um tíma með fjölskyldum sínum.

 

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi