Liðin leika því ekki fyrr en í fyrsta lagi 14. júlí en allir leikmenn liðanna eru komnir í sóttkví vegna smitsins. Breiðablik og KR áttust við í Pepsi Max-deildinni síðasta þriðjudag.
Breiðablik átti að mæta Þrótti á þriðjudaginn og KR og FH áttu að eigast við í Frostaskjóli en þessum leikjum hefur verið frestað. Viðureignum Breiðabliks og Þórs/KA og KR og Selfoss í 5. umferð Íslandsmótsins 6. júlí hefur einnig verið frestað. Þá eiga bæði KR og Breiðablik leiki í Mjólkurbikarnum 10. júlí en óvíst er hvort að þeim leikjum verði einnig frestað.
Breiðablik er með fullt hús stiga á toppi Pepsi Max-deildar kvenna eftir þrjár umferðir en Blikar unnu leikinn gegn KR 6-0.