Flogið frá Orly eftir nærri þriggja mánaða hlé

26.06.2020 - 08:12
epa05356972 Travellers walk in front of a flight information board with various flights listed as 'cancelled' due to a strike of Air France pilots, at the Charles de Gaulle International Airport's Terminal 2, in Roissy, near Paris, France,
Frá Charles de Gaulle flugvelli. Mynd: EPA
Flug hófst að nýju frá Orly-flugvelli nærri París í Frakklandi eftir nærri þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Vél Transavia hélt snemma í morgun til Portó í Portúgal, en það var fyrsta vél sem flýgur þaðan með farþega frá 31. mars.

Undanfarna mánuði hefur nær allt flug til og frá Frakklandi verið um Charles de Gaulle flugvöllinn, norður af höfuðborginni. Fjöldi lággjaldaflugfélaga gerir út frá Orly, þar á meðal Transavia og Easyjet, og fljúga meðal annars til Karíbahafsins, Ítalíu, Spánar, Portúgals, Króatíu og hingað til lands.

Umferðin um völlinn er þó lítil sem engin miðað við það sem áður var. Búist er við að um átta þúsund farþegar fljúgi þaðan í dag, innan við tíu prósent þeirra sem fóru um völlinn áður, en þeir voru um níutíu þúsund. Sjötíu vélar fljúga þaðan í dag en þær voru um sex hundruð þúsund áður. Búist er við að nærri 200 vélar fljúgi þaðan daglega í júlí, en það veltur á vinsældum ferðamannastaða í Norður-Afríku, en þangað fara margir Frakkar í sumarfrí, til dæmis til Alsír, Marokkó og Túnis. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi