Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Víða vætusamt á landinu

25.06.2020 - 06:38
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Fremur hæg suðvestanátt verður á landinu í dag, þrír til átta metrar á sekúndu, og víða dálitlar skúrir, en eftir hádegi má búast við heldur öflugri skúrum norðaustantil á landinu. Hiti verður átta til nítján stig.

Á höfuðborgarsvæðinu verður skýjað og má búast við lítilsháttar skúrum. Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og hiti 8 til 13 stig.

Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands verður austlæg eða breytileg átt á morgun þrír -tíu metrar á sekúndu og áframhaldandi skúrir, en þurrt
að kalla um landið norðaustanvert. Það bætir í vind við norður- og
austurströndina um kvöldið og fer að rigna austantil, en jafnframt
styttir upp sunnan- og vestanlands. Á laugardag er svo útlit fyrir
norðlæga átt og rigningu með köflum, en skýjað og úrkomulítið veður
vestantil á landinu. Hiti verður yfirleitt átta til átján stig, svalast við norður- og austurströndina.

Frétt uppfærð - 06:42

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV