Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Þrennt handtekið á vettvangi brunans

Mynd: RÚV / RÚV
Þrennt var handtekið á vettvangi brunans við Bræðraborgarstíg í dag. Fjórir íbúar af þeim sex, sem vitað er að hafi búið í húsinu voru fluttir á gjörgæslu í dag og lögregla leitar hinna tveggja.

Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að verið sé að kanna tengsl þeirra sem handtekin voru við vettvanginn.

Spurður hvort talið sé að einhver hafi brunnið inni í húsinu segir Ásgeir að ekki sé hægt að svara því. Enn logi þar eldur og slökkvistarf sé enn í gangi. „Þetta gæti reynst mjög erfitt og gæti tekið fram á kvöld. Það er enn eldur í þakinu og það getur verið erfitt viðureignar.“

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV