Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Miðflokkurinn heldur áfram umræðum um samgöngumál

25.06.2020 - 11:27
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Þingfundur hófst á ný klukkan ellefu í morgun. Fundi var slitið klukkan tíu í gærkvöld. Enn er til umræðu fyrsta mál af tuttugu á dagskrá þingfundarins, frumvarp um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Frumvarpið er í annarri umræðu á þinginu.

Þingmenn Miðflokksins sátu því sem næst einir að pontunni frá hádegi í gær og lýstu ýmsum áhyggjum sínum af áformum um uppbyggingu samgönguinnviða.

Karl Gauti Hjaltason fór með fyrstu ræðu dagsins: „Miðflokksmenn eru talsmenn ábyrgrar fjármálastjórnar, ábyrgrar meðferðar almannafjár. Og borgarlína er þannig verkefni að við teljum að þar sé verið að fara frjálslega með skattfé almennings,“ segir hann.

Ólafur Ísleifsson tók næstur til máls og sagðist sakna þess mjög að fá ekki álit slökkviliðs, lögreglu og leigubifreiðastjóra um áformin um uppbyggingu samgönguinnviða.