Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Hóta hefndum verði af landtöku á Vesturbakkanum

epa08417993 Fighters from the Ezz-Al Din Al Qassam Brigades, the armed wing of Palestinian Hamas movement, secure the area as they distribute dates and water before the breakfast during the holy month of Ramadan in the east of Gaza City, Gaza Strip, 12 May 2020. Muslims around the world celebrate the holy month of Ramadan by praying during the night time and abstaining from eating, drinking and sexual acts during the period between sunrise and sunset. Ramadan is the ninth month in the Islamic calendar and it is believed that the revelation of the first verse in Koran was during its last 10 nights.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Láti Ísraelsmenn verða af því að innlima landsvæði á Vesturbakkanum og í Jórdanardal jafngildir það stríðsyfirlýsingu við Palestínumenn, segja Hamas samtökin. Sameinuðu þjóðirnar, Arababandalagið og fleiri vara Ísraelsmenn við afleiðingum þess.

Abu Obeida, talsmaður hernaðararms Hamas, sendi í dag frá sér myndskeið þar sem hann sagði að samtökin myndu vernda palestínsku þjóðina, lönd hennar og helga staði. Ísraelsmenn ættu eftir að iðrast þess létu þeir verða af að leggja undir sig svæði á Vesturbakkanum. Slíkar aðgerðir jafngiltu stríðsyfirlýsingu.

Samkvæmt áætlun sem Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn komu sér saman um og Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði samning aldarinnar stendur innlimunin fyrir dyrum. Fullyrt hefur verið að Ísraelsmenn hyggist leggja undir sig 30 til 40 prósent Vesturbakkans, þar á meðal alla Austur-Jerúsalem.

Sameinuðu þjóðirnar og Arababandalagið skoruðu í gær á ísraelsk stjórnvöld að falla frá áformum um landtökuna. Slíkt gæti haft alvarleg áhrif á öryggi og jafnvægi í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sjö Evrópuríki sendu einnig frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að innlimunin ætti eftir að draga stórlega úr möguleikum þess að koma á sáttum milli Ísraelsmanna og Palestínumanna.