Formaður Stram Kurs fær fangelsisdóm

25.06.2020 - 14:10
epa07550564 (FILE) - Rasmus Paludan, the founder of the anti-immigrant party Hard Line, demonstrates at Faelledparken in Copenhagen, Denmark, 01 May 2019 (issued 06 May 2019). Rasmus Paludan will run for parliament in the next Danish general election.  EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - Ritzau Scanpix
Rasmus Paludan, formaður danska öfgaflokksins Stram Kurs eða Stífrar stefnu, var í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Næstved. Einn mánuður er óskilorðsbundinn. Paludan var ákærður fyrir kynþáttahatur, ærumeiðingar og hættulegat aksturslag. Ákærurnar á hendur honum voru í fjórtán liðum.

Rasmus Paludan er lögmaður. Vegna dómsins fær hann ekki að hafa afskipti af sakamálum sem sækjandi eða verjandi næstu þrjú ár. Hann og verjandi hans kröfðust sýknu á þeirri forsendu að hann væri formaður stjórnmálaflokks og það sem hann væri ákærður fyrir tilheyrði leiðtogahlutverki hans. Paludan stofnaði Stram Kurs árið 2017. Á stefnuskrá flokksins er meðal annars bann við íslamstrú í Danmörku.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi