Þúsundir missa vinnuna hjá Swissport

24.06.2020 - 13:32
epa08474553 A view of a Swissport Belgium sign, one of the two airport ground handlers based in Brussels Airport, Belgium, 09 June 2020. The management of Swissport Belgium (Swissport Belgium SA/NV and Swissport Belgium Cleaning SA/NV) filed for bankruptcy on 08 June, reports state. A total of 1,469 jobs - 1,309 employees of Swissport Belgium NV and 160 employees of Swissport Belgium Cleaning NV - are impacted by the decision.  EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Flugþjónustufyrirtækið Swissport áformar að fækka um rúmlega fjögur þúsund stöðugildi í Bretlandi. Það þýðir að um það bil helmingur starfsfólks fyrirtækisins missir vinnuna.

Forstjóri fyrirtækisins segir að þegar flugvélar hætta að fljúga hverfi tekjumöguleikar þess. Horfast verði í augu við þann raunveruleika að flugumferð sé svo lítil að reksturinn standi ekki undir sér. Ljóst sé að töluverður tími eigi eftir að líða áður en umferðin komist í sama horf og áður en COVID-19 farsóttin brast á. Heildartekjur Swissport hafa minnkað um sjötíu og fimm af hundraði síðan í maí.

IATA, Alþjóðasamband flugfélaga, áætlar að samanlagt tap flugfélaga heimsins nemi rúmlega 84 milljörðum dollara á þessu ári.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi