Þeir sem stóðu að baki borðanum í lífstíðarbann

epa08502882 A small aircraft (out of frame) flies a 'White Lives Matter Burnley' banner over the stadium at the start of the English Premier League match between Manchester City and Burnley in Manchester, Britain, 22 June 2020.  EPA-EFE/Shaun Botterill/NMC/Pool EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Þeir sem stóðu að baki borðanum í lífstíðarbann

24.06.2020 - 10:34
Forsvarsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Burnley telja sig vera búna að komast að því hverjir stóðu á bakvið það að flugvél með borða sem á stóð White lives matter Burnley flaug yfir heimavöll Manchester City í leik liðanna á mánudag.

Lið í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt baráttunni gegn kynþáttamisrétti stuðning með því að bera orðin Black lives matter á treyjum sínum. Leikmenn beggja liða krupu á hné fyrir leikinn til að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttamisrétti. Rétt eftir að leikurinn var svo flautaður á flaug flugvélinn yfir Etihad leikvanginn með borðann í eftirdragi. Burnley sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið þar sem verknaðurinn var fordæmdur.

Nú telja forsvarsmenn liðsins að þeir séu búnir að komast að því hverjir það voru sem stóðu að baki verknaðinum. Neil Hart, framkvæmdastjóri Burnley, segir að hann hafi skammast sín og þótt verknaðurinn ógeðfelldur. Þeir stuðningsmenn Burnley sem eru sagðir hafa skipulagt verknaðinn verða settir í lífstíðarbann frá leikjum liðsins. „Þetta er ekki það sem við viljum standa fyrir sem knattspyrnufélag, bæjarfélag eða samfélag,“ sagði Hart.

Tengdar fréttir

Fótbolti

Fyrirliðinn segist skammast sín