Tekjuhærri njóta frekar góðs af loftslagsaðgerðum

24.06.2020 - 15:30
epa05353065 A electric car from Tesla is being charged at a supercharger facility in Solli, Norway, 04 June 2016. These charging stations are built specifically for electric cars from Tesla and makes it possible to charge the car's large battery in a
Eðalvagn frá Tesla í hleðslu. Mynd: EPA - NTB Scanpix
Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að Ívilnanir vegna kaupa á rafbílum samkvæmt uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum ná ekki til þeirra tekjulægri. Tekjuhærri hópar njóti frekar góðs af ívilnunum sem eru heldur ekki líklegar til að draga nægjanlega úr losun til að Íslendingar geti staðið við Parísarsáttmálann

Minna en tíu ár til stefnu

Ný uppfærð aðgerðaáætlun var kynnt í gær. Þar kemur fram að Íslendingar ætli að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 35% fyrir árið 2030 og að með því móti verði staðið við Parísarsáttmálann og gott betur.

Auður segir að uppfærð aðgerðaáætlun sé til mikilla bóta en ekki séu líkur á því að Íslendingar geti staðið við sáttmálann. „Því miður þarna er eins og áður ofuráhersla á orkuskipti í samgöngum og við höfum mjög stuttan tíma.“ 

Íslendingar hafi minna en tíu ár til að draga úr losun frá samgöngum á landi um fjögur hundruð þúsund tonn. Losun hafi aukist mikið frá samgöngum og því séu Íslendingar að byrja í mjög stórum mínus.  
 
„Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að við munum draga svona mikið úr losun eingöngu með þeim ívilnunum sem gert er þarna.“  

Nýjir rafbílar of dýrir

Meira þurfi að koma til, skattlagning, hindranir eða boð og bönn. Banna á innflutning á dísil- og bensínbílum árið 2030. Sú aðgerð komi ekki til með að skila árangri á tímabilinu og hefði þurft að gera fyrr. Ekki er gert ráð fyrir að kolefnisgjald sé hækkað en það sé skjótvirkasta leiðin til að draga úr losun. 
 
„En með þessum skatta ívilnunum fyrir rafbíla þá sérstaklega og uppbyggngu hleðslustöðva þá eru tekjuhærri hópar að njóta miklu frekar aðgerða ríkisins. Það eru tekjuhærri hópar sem hafa möguleika á að nýta sér þessar ívilnanir á meðan tekjulægri hópar geta í rauninni ekki keypt sér þessa nýju rafbíla því þeir eru svo dýrir.“

Auður segir að orkuskiptin munu ganga of hægt. Ekki sé nóg að ívilna þeim sem kaupi rafbíla  

„Við þurfum að tryggja að við séum virkilega að draga úr innflutningi á bensín- og dísilbílum sem ekki er gert ráð fyrir að verði gert á þessu tímabili  og  við þurfum líka að tryggja gjaldtöku  sem sagt hærri skatta á bensín og dísil“

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi