Forseti sé málsvari þess jákvæða og uppbyggjandi

Mynd: RÚV / RÚV

Forseti sé málsvari þess jákvæða og uppbyggjandi

24.06.2020 - 11:57
Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti og forsetaframbjóðandi segist finna kraftinn sem býr í næstu kynslóð. Hún beri virðingu fyrir náttúrunni og vilji samfélag fjölbreytni, frelsis og fordómaleysis. Guðni ræddi forsetaferilinn, unga fólkið og framtíðina eftir gott útihlaup við Bessastaði.

Guðni segir forseta geta verið málsvara þess jákvæða og uppbyggjandi í samfélaginu og þannig forseti vilji hann vera. Hann segir ljóst að næsta kynslóð vilji að öllum sé tekið á þeirra eigin forsendum og að finna eigi pláss fyrir alla og leyfa öllum að njóta sín í samfélaginu. Sem forseti geti hann hvatt alla til að hjálpa til við að skapa samfélag á þessum nótum, talað máli fjölbreytni og frelsis, mannréttinda, trúfrelsis, málfrelsis og ástfrelsis. 

Spjallið við Guðna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar fara fram laugardaginn næstkomandi, 27. júní. Hægt er að kjósa utan kjörfundar víða um land hjá embættum sýslumanna, á hreppsskrifstofum og á Höfuðborgarsvæðinu í Smáralind og á Laugardalsvelli. Frekari upplýsingar um framboðin og kosningarnar má einnig finna á kosningavef RÚV. 

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Unga fólkið er framtíðin en það þarf auðlindirnar