Forseti Kósovó ákærður fyrir stríðsglæpi

24.06.2020 - 15:18
Mynd með færslu
Hashim Thachi, forseti Kosovo. Mynd:
Stríðsglæpadómstóllinn vegna gömlu Júgóslavíu tilkynnti í dag að Hashim Thaci, forseti Kósovó, hefðu verið birtar tíu ákærur vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyni. Talið væri að hann, Kadri Veseli og fleiri hefðu myrt hátt í eitt hundrað manns í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar.

Fram kemur í yfirlýsingu dómstólsins í Haag að ákærurnar hafi verið gefnar út í apríl, þótt þær hafi ekki verið birtar fyrr en í dag.

Í skýrslu Evrópuráðsins frá árinu 2010 var Hashim Thaci sakaður um að hafa stjórnað skipulagðri glæpastarfsemi, mannránum og morðum þegar var yfirmaður Drenica hóps Frelsishers Kósovó sem barðist fyrir sjálfstæði héraðsins frá Serbíu. Einnig voru Thaci og vopnabræður hans sakaðir um fíkniefnasmygl og viðskipti með líffæri.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi