Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Færri fyrirtæki gjaldþrota í maí í ár en í fyrra

Mynd með færslu
Verslun. Flest fyrirtækjanna, sem voru tekin til gjaldþrotaskipta í maí, voru í verslun og viðgerðum. Mynd: RUV
Tuttugu og tvö virk fyrirtæki urðu gjaldþrota í maí. Það er 42% minna en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 38. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, en þau voru átta. Fimm fyrirtæki voru í ferðaþjónustu.

Tvö voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Sjö fyrirtæki voru í öðrum greinum.

Með virku fyrirtæki er átt við fyrirtæki sem eru með launþega eða veltu.

Í þessum fyrirtækjum voru að meðaltali 79 launþegar og meðalvelta þeirra var 728 milljónir í fyrra. Þetta eru mun lægri tölur en fyrir gjaldþrotabeiðnir í maí í fyrra þegar fyrirtæki höfðu verið með 328 launþega að jafnaði og veltu upp á 3,1 milljarð.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir