
Vilja ganga lengra en alþjóðlegar skuldbindingar
Fimtán nýjar aðgerðir
Forsætisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjornarráðherra kynntu í dag nýju útgáfu Aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum sem er afrakstur samráðs sjö ráðuneyta.
Þar eru settar fram fjörutíu og átta aðgerðir í loftslagsmálum, þar af 15 nýjar.
Aðgerðaráætlunin var fyrst gefin út 10. september 2018 og þá voru settar fram 34 aðgerðir og eyrnamerktir 6,8 milljarðar til loftslagsmála á næstu 5 árum.
Stefnt er að því að landið verði kolefnishlutlaust árið 2040.
Nánar má lesa um aðgerðirnar á co2.is
Fjörutíu og sex milljarðar
Aukið var til málaflokksins í fjármálaáætlun 2020 til 2024 og í sérstöku fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna efnahagsáhrif Covid-19 var gert ráð fyrir 600 milljónum króna til viðbótar til orkuskipta og grænna lausna.
Í uppfærðu áætlunin kemur fram að fjármagn sem er eyrnarmerkt til lofslagsmála sé 9,1 milljarður, skattastyrkir (niðurfelling VSK) 14,3 milljarðar og breyttar ferðavenjur (Borgarlína, strætó og göngu- og hjólastígar 23 milljarðar sem gerir samtals 46 milljarðar á næstu fimm árum frá 2020 til 2024
Gert er ráð fyrir að árið 2030 hafi verið dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda sem eru á ábyrgði Íslands um ríflega miljón tonn af CO2-ígildum miðað við losun árið 2005. Ef það tekst nær Ísland skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt í losun frá 2005 og gott betur, eða 35% samdrætti samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun. Til viðbótar eru aðgerðir sem taldar eru skila 5 - 11% samdrætti, samtals 40-46%
Ætla að standa við Parísarsáttmála
Aðgerðaráætlunin nær frá 2018 til 2030 og miðar að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Nýlega varð ljóst að Íslendingar koma ekki til með að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótóbókuninni og koma til með að þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir þúsundir kílótonna af gróðurhúsalofttegundum til að hægt sé að gera upp það tímabili. Parísartímabilið hefst á næsta ári og gildir til ársins 2030
Katrín Jakobsdóttir forsættisráðherra sagði á kynningarfundinum að Íslendingar yrðu að standa við skuldbindingar sínar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra sagði að ein megin breytingin frá því í fyrri áætlun sé að meira verði gert til að mæla árangur aðgerðanna. Þær verða metnar m.a. af sérfræðingum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sérfræðingum Umhverfisstofnunar og teymi vísindafólksvið Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Komið verður á fót fastanefnd ráðherra um loftslagsmál