Unga fólkið er framtíðin en það þarf auðlindirnar

Mynd: RÚV / RÚV

Unga fólkið er framtíðin en það þarf auðlindirnar

23.06.2020 - 14:24
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segist hafa farið í framboð af því honum fannst núverandi forseti ekki taka nógu mikið mark á þjóðinni. Guðmundur Franklín ræddi framboð sitt, framtíðarsýn og unga fólkið yfir laufléttum Skrafl leik.

Guðmundur segir litla framtíð vera til staðar ef þjóðin missir auðlindirnar, til dæmis raforkuna og heita vatnið, úr höndunum. Unga fólkið sé framtíðin og til þess að það sé einhver framtíð þurfi auðlindirnar að vera til staðar. Hann segist sjálfur hafa viljað setja hinn svokallaða orkupakka þrjú í þjóðaratkvæðagreiðslu eða senda hann aftur til þingsins í aðra umræðu. 

Spjallið við Guðmund í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar fara fram laugardaginn næstkomandi, 27. júní. Hægt að kjósa utan kjörfundar víða um land hjá embættum sýslumanna, á hreppsskrifstofum og á Höfuðborgarsvæðinu í Smáralind og á Laugardalsvelli. Frekari upplýsingar um framboðin og kosningarnar má einnig finna á kosningavef RÚV.