Tveir starfsmenn framboðs Trumps greindust með COVID-19

epa08499458 US President Donald J. Trump speaks during a rally inside the Bank of Oklahoma Center in Tulsa, Oklahoma, USA, 20 June 2020. The campaign rally is the first since the COVID-19 pandemic locked most of the country down in March 2020.  EPA-EFE/ALBERT HALIM
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tveir starfsmenn kosningaframboðs Donalds Trumps Bandaríkjaforseta til endurkjörs greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 í gær. Þeir tóku báðir þátt í undirbúningi framboðsfundar hans í Tulsa í Oklahoma um helgina, þar sem sex starfsmenn greindust með veiruna áður en fundurinn hófst.

Tim Murtaugh, upplýsingafulltrúi framboðsins segir starfsmennina tvo sem greindust í gær báða hafa borið grímu allan tímann. Þeir verða sendir í sóttkví og aðrir sem unnu náið með þeim verða skimaðir.

Miklar áhyggjur voru meðal yfirvalda í Tulsa vegna framboðsfundar Trumps. Óttast var að hann gæti orðið til þess að kórónuveirusmit ættu eftir að breiðast hraðar út. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs urðu þeir sem mættu á fundinn að undirrita skjal þar sem stóð að fólk kæmi þangað á eigin ábyrgð. Búist var við margmenni, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði borgarinnar voru rúmlega sex þúsund manns í íþróttahöllinni sem tekur um 22 þúsund manns. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi