Þingfundi lauk um klukkan tvö í nótt

23.06.2020 - 02:15
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þingfundi var slitið laust upp úr klukkan tvö í nótt. Umræðum um fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlanir var frestað en önnur mál voru tekin af dagskrá. Líkt og undanfarna þingfundi voru það þingmenn Miðflokksins sem skiptust á að fara upp í pontu. Þar ræddu þeir helst andstöðu sína við Borgarlínu.

Eldhúsdagsumræður verða á Alþingi annað kvöld, sem venjulega marka þinglok, en þingfundir hafa verið settir á dagskrá á miðvikudag og fimmtudag.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi