Segja mótefni við COVID-19 í líkamanum minnka hratt

23.06.2020 - 04:44
epa08199489 A staffer works in the pop-up Huoyan Laboratory specialized in the nucleic acid test on the novel coronavirus (2019-nCoV) in Wuhan, Hubei province, China, 06 February 2020 (issued 07 February 2020). The P2-level biosafety lab was built in five days, designed to perform 10,000 coronavirus tests per day to cope with the outbreak. The virus, which originated in the Chinese city of Wuhan, has so far killed at least 638 people and infected over 31,000 others, mostly in China.  EPA-EFE/SHEPHERD ZHOU CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FeatureChina
Samkvæmt nýrri kínverskri rannsókn minnkar mótefni gegn COVID-19 skarpt á fyrstu tveimur til þremur mánuðunum eftir að sjúklingar hafa jafnað sig. Þetta á bæði við um þá sem sýna einkenni og þá sem gera það ekki. Niðurstaðan gæti haft mikil áhrif á umræðuna um að leyfa þeim sem eru búnir að mynda mótefni við veirunni að njóta meira ferðafrelsis. Eins styrkir þetta stoðir þeirra sem vilja framlengja aðgerðir á borð við samskiptafjarlægð og að loka áhættuhópa af.

74 einstaklingar sem höfðu jafnað sig af COVID-19 tóku þátt í rannsókninni. Helmingur þeirra hafði sýnt einkenni og hinn helmingurinn engin. Að sögn fréttastofu Reuters urðu niðurstöðurnar þær að hjá yfir níu og af hverjum tíu þátttakendum hafði mótefni minnkað hratt á tveimur til þremur mánuðum. Rannsóknin var gerð af vísindamönnum við læknavísindaháskólann í Chongqing, sem tilheyrir Sóttvarnarmiðstöð Kína og öðrum stofnunum. 

Ekki öll von úti

Reuters hefur eftir Jin Dong-Yan, prófessor í veirufræði við Hong Kong háskóla, að rannsóknin taki ekki tillit til þeirrar verndar sem aðrir hlutar ónæmiskerfisins geta veitt. Sumar frumur leggja á minnið hvernig á að berjast gegn veiru eftir fyrsta smit og geta þannig veitt góða vernd ef veiran kemst inn í líkamann í annað sinn. Niðurstöður rannsóknarinnar þýða því ekki að öll von sé úti í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi