Öflugur jarðskjálfti í Mexíkó

23.06.2020 - 16:15
A policeman stands in front of a partially collapsed building after an earthquake in Oaxaca,, Mexico, Tuesday, June 23, 2020. The earthquake was centered near the resort of Huatulco, in the southern state of Oaxaca. (AP Photo/Luis Alberto Cruz Hernandez)
 Mynd: AP
Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Mexíkó, Hondúras, El Salvador, Gvatemala og víðar eftir að öflugur jarðskjálfti varð í dag í Oaxaca-ríki í Mexíkó, um tólf kílómetra frá bænum La Crucecita. Að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar var hann 7,4 að stærð. Hús léku á reiðiskjálfi í mið- og suðurhluta landsins.

Skjálftinn fannst meðal annars greinilega í höfuðborginni Mexíkó, um 700 kílómetrum norðvestar. Þar flýtti fólk sér út undir bert loft þegar flautur gáfu til kynna að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Fréttir hafa enn ekki borist af skemmdum eða manntjóni. Ríkisstjóri Oaxaca skrifaði á Twitter að gripið hefði verið til ráðstafana til að tryggja öryggi íbúanna. Almannavarnir voru einnig virkjaðar í Mexíkóborg og víðar í landinu vegna skjálftans.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi