Keppnislið NASCAR sýndu Wallace samstöðu

23.06.2020 - 06:20
Nascar drivers Kyle Busch, left, and Corey LaJoie, right, join other drivers and crews as they push the car of Bubba Wallace to the front of the field prior to the start of the NASCAR Cup Series auto race at the Talladega Superspeedway in Talladega Ala., Monday June 22, 2020. In an extraordinary act of solidarity with NASCAR’s only Black driver, dozens of drivers pushed the car belonging to Bubba Wallace to the front of the field before Monday’s race as FBI agents nearby tried to find out who left a noose in his garage stall over the weekend.(AP Photo/John Bazemore)
 Mynd: AP
Ökuþórar bandarísku akstursíþróttasamtakanna NASCAR sýndu Bubba Wallace samstöðu í gær og gengu með bíl hans á Talladega-kappakstursbrautinni í Alabama. Wallace, sem er eini svarti ökumaðurinn í íþróttinni, var djúpt snortinn af stuðningi keppinauta sinna og faðmaði þá og fleiri sem komu að málinu.

Stjórn NASCAR greindi frá því í gær að hengingarsnara hafi fundist í bílskúr liðs Wallace á keppnisbrautinni á sunnudag. Atvikið var fordæmt, og sagðist stjórnin ekki eiga nein orð til að lýsa þeim viðbjóði sem meðlimir hennar fylltust vegna málsins. Sjálfur harmaði Wallace atvikið, en sagði það ekki eiga eftir að brjóta sig niður. 

Wallace hefur nýtt rödd sína sem eini svarti ökumaðurinn til þess að berjast gegn kynþáttamisrétti og ofbeldi lögreglu í garð svartra. Hann málaði Black Lives Matter á bíl sinn fyrir eina keppnina, og þrýsti á NASCAR að banna fána Suðurríkjasambandsins á viðburðum sínum. NASCAR gekkst við því fyrr í mánuðinum. 

Fáni Suðurríkjasambandsins lifir víða góðu lífið þó sambandið hafi liðið undir lok seinni part nítjándu aldar. Mörgum þykir fáninn tákn um kynþáttafordóma og hatur. Snaran er svo sjálf vísun til þess tíma þegar múgur hvítra réðist að svörtu fólki í ríkjum Bandaríkjunum og tók af lífi með hengingum.

Fámennur hópur sem hefur aðgang að skúrnum

NASCAR hóf þegar rannsókn á því hvernig snaran komst í skúr Wallace, og nýtur þar aðstoðar alríkislögreglunnar FBI. CNN fréttastofan hefur eftir stjórn NASCAR að einungis starfsfólk í framlínu keppninnar sé með aðgang að svæðinu þar sem snaran fannst. Það eru keppendur og starfslið þeirra, starfsmenn NASCAR, öryggisverðir og heilbrigðisstarfsmenn.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi