Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hellidembur og haglél og eldingar á stöku stað

23.06.2020 - 06:37
Mynd með færslu
 Mynd: Belle Co - Pexels
Fremur hæg suðlæg átt verður í dag  með stöku skúrum og  dálítilli rigningu norðaustan til á landinu fram eftir morgni. 

Eftir hádegi gengur síðan í  suðaustan átt,  8-13 m/s, og þykknar upp og fer að rigna um sunnanvert landið. Heldur hægari vindur verður vestan- og norðanlands með skúrum, sem sumar hverjar verða að hellidembum og má jafnvel búast við hagléli og eldingum á stöku stað. Hiti verður víða á bilinu 10 til 16 stig að deginum. 

Talsverð rigning verður á Suðausturlandi í kvöld og nótt, en annars staðar dregur úr úrkomu.

Á morgun verður fremur hæg breytileg átt og skúrir, sums staðar hellidembur og líkur á eldingum á vesturhelmingi landsins. Suðaustan átt, 8-13 m/s, á austanverðu landinu og víða rigning á þeim slóðum, einkum suðaustanlands. Þá hlýnar lítið eitt á morgun og styttir upp annað kvöld.

 

Anna Sigríður Einarsdóttir