Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Guðni Th. bætir við sig fylgi í nýrri könnun Gallups

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Níutíu og þrjú komma fimm prósent segjast ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, en sex komma fimm prósent Guðmund Franklín Jónsson, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup.

Miðað við síðustu könnun sem gerð var um síðustu mánaðamót hefur fylgi við Guðni Th. Jóhannesson aukist um þrjú prósentustig. Þá sögðust níu af hverjum tíu ætla að kjósa Guðna. Nú segjast níutíu og þrjú og hálft prósent styðja Guðna en sex og hálft prósent Guðmund. 

Fleiri konur en karlar myndu kjósa Guðna ef gengið yrði til kosninga nú. Nær 98 prósent kvenna myndu kjósa Guðna, en 89 prósent karla. Fimmtíu og þrjú prósent svarenda sem styðja Miðflokkinn sögðust ætla að kjósa Guðmund Franklín, en mikill meirihluti stuðningsfólks annarra flokka segist ætla að kjósa Guðna.

Rúmlega 91 prósent svarenda tók afstöðu, rúmlega sex prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða að þeir myndu skila auðu. Rúm tvö og hálft prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin fór fram á netinu 11.-18. júní. Úrtaksstærðin var 1.589 manns og þátttökuhlutfallið var tæp 52 prósent.