Forstjóri Wirecard laus gegn tryggingu

23.06.2020 - 13:40
epa07526828 Markus Braun, CEO of the financial services company Wirecard speaks during the companys annual press conference in Aschheim near Munich, Bavaria, Germany, 25 April 2019.  EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Markus Braun, fyrrverandi forstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, var í dag látinn laus gegn fimm milljóna evra tryggingu. Hann var handtekinn í morgun vegna gruns um markaðsmisnotkun. Tæplega tveir milljarðar evra sem voru skráðir í áhættustýringu á Filippseyjum fundust ekki við rannsókn á fjárreiðum fyrirtækisins.

Í yfirlýsingu saksóknara í München segir að fallist hafi verið á lausn forstjórans fyrrverandi gegn tryggingu. Hann þarf þó að gefa sig fram við lögregluna í hverri viku.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi