
Fáir ferðamenn í Reykjavík - flest hótel lokuð
Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, sagði upp öllu sínu starfsfólki í kórónuveirufaraldrinum. „Við fórum fyrst á hlutabótaleiðina. Hún átti að vera til skamms tíma eins og þetta er hugsað. En í kjölfarið fórum við í uppsagnir á öllu okkar starfsfólki,“ segir Hilmar.
Hvernig gengur að greiða laun í uppsagnarfresti meðan þið bíðið eftir ríkisstuðningi?
„Það gengur ennþá. Við áttum eitthvað í sjóðum en það grynnkar með hverjum deginum. Nú þarf eitthvað að fara að gerast. Það er ansi langur ferill frá því að þetta fer af stað þangað til endurgreiðsla kemur. Þetta tekur aðeins í sjóðsstreymið okkar,“ segir Hilmar.
Jafnframt bíður Hilmar þess að geta sótt um brúar- og stuðningslán sem ekki eru komin til framkvæmda.
Hildur segir að boðið hafi verið upp á gistingu á Icelandair hótelunum á tilboðsverði.
„Þannig að það gengur vel og lítur vel út á landsbyggðinni. En mjög rólegt í Reykjavík ennþá. En af erlendum mörkuðum, það er hægt og rólega að berast inn og aukast bókanir og jafnvel fyrir sumarið svo við ákváðum að opna Canopy,“ segir Hildur. Þetta er þó bara dropi í hafið miðað við bókanir síðasta sumar, segir Hildur.