Færri Svíar hafa trú á baráttuaðferðunum gegn Covid 19

23.06.2020 - 09:13
epa08357021 People sit outside in the sun trying to keep social distance after calls from the authorities on Easter weekend in central Stockholm, Sweden, 11 April 2020, during spring weather. Countries around the world are taking measures to contain the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/Anders Wiklund  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT
Trú Svía á getu stjórnvalda til að ráða við Covid 19 faraldurinn hefur minnkað frá því í apríl, samkvæmt nýrri könnun sem Dagens Nyheter birti í dag.

Í apríl höfðu 56% Svía mikla trú á getu stjórnvalda, en nú 45%. Þá hefur þeim sem hafa litla trú á stjórnvöldum í þessari baráttu fjölgað úr 21% þjóðarinnar í 29%.

Stuðningur við Anders Tegnel stóttvarnarlækni hefur einnig minnkað en er þó nokkuð mikill ennþá - hann var 69% fyrir tveimur mánuðum en er nú 60%. Stuðningurinn við Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar er hins vegar öllu minni, fer úr 49% í 39%. 

Svíar hafa beitt vægari aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir og lokuðu til dæmis aldrei kaffihúsum og veitingastöðum. Ríflega 5 þúsund manns hafa látist úr veirunni í Svíþjóð.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi