Yfir 50 þúsund látnir af COVID-19 í Brasilíu

22.06.2020 - 04:44
epa08500873 Brazilian soldiers walk through paths of Cruzeirinho village, where Mayoruna ethnic groups inhabit, in Palmeiras do Javari, Brazil, 20 June 2020 (issued 21 June 2020). A significant part of Cruzeirinho inhabitants went deep into the forest for isolation, fearing the 'unknown' pandemic, referring to the COVID-19 coronavirus pandemic, as confirmed by Bene Mayuruna, one of the group leaders.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Yfirvöld í Brasilíu staðfestu í gær að yfir 50 þúsund væru látnir í landinu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Staðfest tilfelli í landinu eru yfir milljón, en sérfræðingar telja að tilfellin séu miklu fleiri þar sem sýnataka er af skornum skammti í Brasilíu.

Einungis Bandaríkin hafa fleiri staðfest tilfelli, eða rúmlega 2,3 milljónir talsins. Þar hafa yfir 122 þúsund látið lífið af völdum COVID-19 samkvæmt hagtöluvefnum Worldometers. 305 dauðsföll vegna kórónuveirunnar voru skráð í Bandaríkjunum í gær. Það var ellefti dagurinn í röð sem færri en þúsund láta lífið vegna sjúkdómsins á einum sólarhring í landinu. Dagleg tilfelli hafa hins vegar haldist í kringum 30 þúsund síðustu vikur.

Samkvæmt Worldometers eru tilfelli á heimsvísu orðin fleiri en níu milljónir, en stofnunum ber ekki saman um fjölda tilfella.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi